Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

39. fundur 02. apríl 2009 kl. 17:45 - 19:45

Hlynur M. Sigurbjörnsson, Bjarni Jónsson, Valgerður Jóna Oddsdóttir, Þórdís Þórisdóttir og Lára Ottesen sem ritar fundargerð.

Auk þeirra Helga Stefanía Magnúsdóttir skólastjóri Heiðarskóla, Sigríður Lára Guðmundsdóttir fulltrúi kennara Heiðarskóla, Sara Margrét Ólafsdóttir

aðstoðarskólastjóri Skýjaborgar, Ingibjörg Sigurðardóttir fulltrúi kennara

Skýjaborgar, Guðný Kristín Guðnadóttir fulltrúi foreldra Skýjaborgar,

María Hlín Eggertsdóttir fulltrúi foreldra Heiðarskóla.

Dagskrá

1. Setning fundar.

2. Formaður fer yfir fundargerð 37. fundar fræðslu‐ og skóanefndar dags. 5. mars. 2009 og fundargerð38. fundar dags 23. mars 2009.

3. Máaðrskýsla skóastjóa Heiðrskóa fyrir mars 2009.

4. Máaðrskýsla skóastjóa Skýaborgar fyrir mars 2009.

5. Máefni vinnuskóa unglinga Hvalfjarðrsveitar fyrir sumarið2009.

6. Afgreiðla sveitarstjónar frá10. febrúr 2009, er varðr heilbrigðs‐ og forvarnarverkefnið”ugsaðum barn”fyrir 10. bekk Heiðarskóla.

7. Afgreiðlur sveitarstjónar frá10. mars 2009, er varð skóamá, lagðr fram.

8. Afgreiðla sveitarstjónar frá24. mars 2009, er varðr skóamá, lagðr fram.

9. Stað viðorfakönunar til skóa / skóastarfs Hvalfjarðrsveitar.

10. Önur má.

 

Fundargerð

1.Setning fundar.

• Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

2. Formaður fer yfir fundargerð 37. fundar fræðslu‐ og skóanefndar dags. 5. mars 2009 og fundargerð38. fundar dags 23. mars 2009.

• Formaður fór yfir fundargerðirnar. 3. Mánaðarskýrsla skólastjóra Heiðarskóla fyrir mars 2009.

• Marsmánuður hefur verið fljótur að líða

• Föstudaginn 6.mars fórum við á fagreinafund í FVA, þar sem rætt var m.a um hvaða viðmið verða notuð vegna inntöku nýnema í haust.

• Þriðjudaginn 10. mars var upplestrarkeppni 7. bekkjar í Heiðarskóla þar sem valdir voru fulltrúar skólans til að taka þátt í Vesturlandskeppninni. Valdir voru Sigrún Bára Gautadóttir, Ásgeir Pálmason og Benedikta Haraldsdóttir og fóru þau í Vesturlandskeppnina á Varmalandi viku seinna og stóðu sig með prýði þó ekki kæmust þau á verðlaunapallinn.

• Miðvikudaginn 11. mars fór 8. bekkur ásamt sóknarpresti í fermingarferð í Reykholt þar sem þau eyddu deginum með öðrum fermingarbörnum úr

prófastdæminu.

• Fimmtudaginn 12. mars komu nemendur úr Versló í heimsókn til okkar og kynntu leiksýningu skólans sem haldin var á Brodway

• Mánudaginn16. mars var fundur með Stúdíó Strik í Reykjavík vegna

undirbúnings á nýrri skólabyggingu. Aðstoðarskólastjóri ásamt tveimur

kennurum sótti fundinn

• Fimmtudaginn 19. mars fór yngsta stigið á leiksýningu ásamt Skýjaborg að Hlöðum þar sem þau sáu leikritið “ afi ullarsokkur”

• Þriðjudaginn 24. mars funduðu skólastjórar með forsvarsmönnum á Innrimel

• Árshátíð Heiðarskóla var fimmtudaginn 26. mars og var hún að þessu sinni haldin í Heiðarskóla og voru 2 sýningar. Um sýninguna sáu 1. bekkur, 3. bekkur, 5. bekkur, 7. bekkur og 9. bekkur. Foreldrar barna úr 7.,8.,9. og 10. bekkjum komu með indælt kaffibrauð á hlaðborðið.

• Föstudaginn 27. mars fór 10. bekkur í heimsókn í FVA og fengu þau að

kynnast þeim möguleikum sem þar eru í boði og sérstaklega voru

verknámsbrautirnar kynntar fyrir þeim.

• Mánudaginn 30. mars funduðu skólastjórar með sveitarstjóra og oddvita þar sem við lögðum fram áætlun okkar varðandi niðurskurð og hagræðingu í rekstri.

• Við erum þessa dagana að kortleggja starfið fyrir næsta vetur taka fólk í

viðtöl og skipuleggja hvaða mannskap við þurfum. Ljóst er að við fækkum

um a.m.k. 2 kennarastöður sem kallar á aðra skipulagningu og meiri

samkennslu. Við breytum líka í almennum störfum tökum skólaliða út úr

eldhúsi og fækkum um einn.

Leiðbeinendur sem eru við skólann hefur verið gerð grein fyrir stöðunni, við erum með 6 umsóknir réttindakennara án þess þó að hafa auglýst.

Við erum þessa dagana að auglýsa eftir kennurum í smíði, handmennt og

heimilisfræði.

• Miðvikudaginn 1. apríl var fundur með Karli Marinóssyni þar sem farið var yfir málin. Við höfum átt reglulega fundi með Karli enda er hann innviklaður í mál einstakra nemenda skólans.

• Kvenfélagið Grein færði Heiðarborg myndarlega peningagjöf til tækjakaupa.

• Aðfaranótt sunnudagsins 15. mars lagði 10. bekkurinn af stað í ferð sína til Finnlands ásamt skólastjóra og einu foreldri. Fyrst var flogið til Stokkhólms og beðið þar all lengi eftir flugi til Tampere en þangað komum við síðdegis þennan dag. Þar var tekið á móti okkur og okkur ekið í móttökuskólann þar sem við gistum öll saman fyrstu nóttina. Næstu daga var búið að skipuleggja margt skemmtilegt. Við heimsóttum nokkra skóla, kynntum Heiðarskóla þar sem við komum og fengum að prófa að vera í finnskum skóla. Við fengum m.a. að skoða verknámsskóla sem sérhæfir nemendur í vinnslu trjáa og krakkarnir fengu að prófa skógahögg í þar til gerðum hermi og sjá svo höggið í raunveruleikanum úti í skógi. Auk heldur var mikil áhersla lögð á útivist og vetraríþróttir, og spiluðu þau Curling, íshokkí fóru á skíði, snjóþrúgur og veiddu í gegnum ís. Einnig var eldað úti í skógi, villisvínabúgarður skoðaður svo og búgarður sem m.a. er með fullt af íslenskum hestum. Við fórum einnig í skoðunarferðir í Tampere, skoðuðum sjávardýrasafn sáum Höfrunga leika listir sínar og skoðuðum Múmínálfasafnið svo eitthvað sé nefnt. Auðvitað var líka farið í finnska reykgufu. Krakkarnir gistu hjá finnskum jafnöldrum sínum og mynduðu ágæt tengsl við krakkana. Eftirtektarvert var hvað okkar krakkar áttu auðveldara með að tileinka sér og nota enska tungu miðað við jafnaldra þeirra í Finnlandi svo og marga fullorðna Finna enda var eftir því tekið hvað þau voru vel mælandi. Þau voru öll til stakrar fyrirmyndar í þessari ferð, góð kynning fyrir skólann og góð landkynning. Við komum heim laugardaginn 21. mars. Við eigum eftir að gera efni úr ferðinni sem við eigum síðan eftir að kynna allavega foreldrum og e.t.v. fleirum í samfélaginu.

4. Mánaðarskýrsla skólastjóra Skýjaborgar fyrir mars 2009.

• Trúnaðarmaður starfsmanna fór á 5 daga trúnaðarmannanámskeið.

• Tveir starfsmenn fóru á fyrirlesturinn “Mál og læsi í leikskólastarfi” sem

Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna (RannUng) hélt 12. mars.

• Tveir starfsmenn fóru á námskeið í “Tákn með tali” en við komum til með að nota TMT í okkar starfi.

• Matráður fór á kynningu vegna ríkiskaupasamnings og kynningu hjá byrgjum ásamt starfsmönnum frá Heiðarskóla og skrifstofu Hvalfjarðarsveitar. Uppi

eru hugmyndir um að skólarnir auki samstarf sitt í pöntunum þar sem hægt er og samræmi að einhverju leiti matseðla sína (í vinnslu).

• Tveir starfsmenn fóru á kynningu varðandi móttöku nýbúa ásamt kennurum frá Heiðarskóla, en aðgerðaráætlun þess efnis er í smíðum hjá okkur. Margt sem fram kom á kynningunni snéri að sveitarfélaginu. Mikill áhugi fyrir námskeið um fordómafræðslu.

• 19. mars stóð foreldrafélag leikskólans fyrir leiksýningunni Langafi prakkari sem Möguleikhúsið sýndi. Með okkur á sýningunni voru nemendur og kennarar 1. – 4. bekkjar Heiðarskóla eins og áður.

• 24. – 26. mars voru foreldraviðtöl í leikskólanum og voru foreldrar almennt ánægðir með okkar starf.

• Eitt barn er að hætta hjá okkur vegna flutnings og eitt barn að byrja á yngri deild leikskólans.

• Tveir starfsmenn fóru á málþing um foreldrasamstarf sem RannUng hélt 26. mars ásamt kennara frá Heiðarskóla.

• Eva er komin aftur eftir 3 vikna veikindaleyfi.

• Þessa dagana standa yfir starfsmannasamtöl hjá okkur.

• Síðasti íþróttatíminn í Heiðarborg var 31. mars og þökkum við Imbu kærlega fyrir aðstoðina og Heiðarskóla fyrir lánið á Imbu og húsinu.

5. Málefni vinnuskóla unglinga Hvalfjarðarsveitar fyrir sumarið 2009.

• Málefni vinnuskóla eru í vinnslu. Fræðslu‐ og skóanefnd leggur til aðvinnutíinn verð frákl. 8.00‐14.30.

6. Afgreiðla sveitarstjónar frá10. febrúr 2009, er varðr heilbrigðs‐ og

forvarnarverkefnið”ugsaðum barn”fyrir 10. bekk Heiðrskóa.

• Fræðslu‐og skóanefnd telur verkefniðafar áugavert. Nefndin leggur til viðsveitarstjón aðþtta verð skoððviðfjáagsáælun skóans fyrir áið2010.

7. Afgreiðlur sveitarstjónar frá10. mars 2009, er varð skóamá, lagðr fram.

• Lagt fram.

8. Afgreiðsla sveitarstjórnar frá 24. mars 2009, er varðar skólamál, lagðar fram.

• Lagt fram.

9. Staða viðhorfakönnunar til skóla / skólastarfs Hvalfjarðarsveitar.

• Þórdís og formaður funduðu með skólastjóra og aðstoðarskólastjóra

Skýjaborgar þar sem farið var yfir þau atriði sem betur máttu fara samkvæmt niðurstöðum viðhorfakönnunar. Þrír nefndarmenn hringdu í foreldra barna í Heiðarskóla í síðustu viku og hvöttu til skila á könnuninni. Viðbrögð voru góð og vonast nefndin eftir ásættanlegum skilum.

Mánudaginn 6. apríl n.k. verður lokað fyrir skil frá Heiðarskóla og farið í vinnslu á niðurstöðum.

10. Önnur mál.

• Skólastjóri ræddi um komu væntanlegra nýbúa í skólann, og varðandi

túlkaþjónustu og hver bæri þá kostnaði af þeirri þjónustu.

• Fyrirspurn kom um hvort eitthvað hefur verið ákveðið með áframhald á því starfi sem fram hefur farið í námsveri Heiðarskóla. Þessi tilraun, sem gerði var til eins árs, hefur tekist með miklum ágætum og því hvetur fræðslu‐ og skóanefnd eindregiðtil þss aðnásver verð starfræt áram meðsambæilegum hæti þónúerandi aðtað verð hugsanlega tekin undir

annað

• Fyrirspurn kom um hvort iðjuþjálfi yrði starfandi næsta vetur í Heiðarskóla eða hjá sveitarfélaginu. Skólastjóri Heiðarskóla svaraði því til að ekki hefði verið tekin ákvörðun um það.

 

Fundi slitið kl 19.00

Hlynur Sigurbjörnsson Valgerður Jóna Oddsdóttir

Lára Ottesen Þórdís Þórisdóttir

Bjarni Jónsson

Efni síðunnar