Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

38. fundur 23. mars 2009 kl. 17:45 - 19:45

Hlynur M. Sigurbjörnsson, Bjarni Jónsson, Valgerður Jóna Oddsdóttir, Þórdís Þórisdóttir og Lára Ottesen sem ritar fundargerð. Auk þeirra mætti á fundinn Hulda Aðalsteinsdóttir frá Studio Strik 

Dagskrá

1 . Kynning Huldu á nýjustu drögum að skólabyggingu Heiðarskóla.

Fræðslu- og skólanefnd þakkar Huldu, frá Studio Strik, fyrir góða kynningu og greinargóð svör við spurningum nefndarmanna.

Ályktun fræðslu- og skólanefndar er eftirfarandi: Almennt séð er nefndin sátt við innra skipulag skólans og skólalóðar, en vill koma eftirfarandi punktum á framfæri.

• Gera þarf ráð fyrir aðstöðu í anddyri fyrir fatahengi yngstu bekkjardeilda skólans.  Einnig að gert verði ráð fyrir merktum hólfum við heimasvæði, sömu bekkjardeilda, til geymslu á aukafatnaði.

• Ekki er gert ráð fyrir sérstöku tölvuveri í skólanum, heldur verði notast við tölvuvagna á hjólum. Fræðslu- og skólanefnd beinir því til sveitarstjórnar að þetta sé haft í huga við endurnýjun núverandi tölvubúnaðar skólans.

• Nefndin telur að félagsaðstöðu unglingastigs megi stækka. Aðstaða þessi hefur einnig verið hugsuð undir tómstundastarf unglinga utan skólatíma. Hún þarf því að rúma þann búnað sem nú þegar er tiltækur fyrir slíka starfsemi, svo sem borðtennisborð, hljómfluttningstæki o.fl.

• Heimasvæði eru vel skipulögð, að mati nefndarinnar, og virðast bjóða upp á fjölbreytta möguleika í samkennslu m.a.

• Þá vill nefndin benda á að ekki virðist vera gert ráð fyrir færslu á nýlegum leiktækjum núverandi skólalóðar, á fyrirhugaða lóð. Nefndin óskar eftir svörum hvort það sé meðvituð ákvörðun, og þá hverra.

 

Fundi slitið kl. 19:20

 

Hlynur Sigurbjörnsson Valgerður Jóna Oddsdóttir

Lára Ottesen Þórdís Þórisdóttir

Bjarni Jónsson

Efni síðunnar