Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

107. fundur 03. apríl 2014 kl. 17:15 - 19:15

Ása Helgadóttir formaður, Valgerður Jóna Oddsdóttir, Stefán Ármannsson, Dagný Hauksdóttir og Helgi Pétur Ottesen sem ritar fundargerð.

Auk þeirra Jón Rúnar Hilmarsson, skólastjóri, Guðrún Dadda Ásmundardóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ragna Kristmundsdóttir, fulltrúi kennara leikskólasviðs, Einar Sigurðsson, fulltrúi kennara grunnskólasviðs, Katrín Rós Sigvaldadóttir, fulltrúi foreldra leikskólasviðs.

1.  Setning fundar.

Formaður setti fundinn og bauð fundargesti velkomna. Formaður upplýsti nefndina um fyrirhugað útboð vegna skólaaksturs. Formaður ræddi um vinnuskólann, umsóknir um æskulýðsfulltrúa ásamt leiðbeinanda við vinnuskólann. Formaður greindi einnig frá stöðu mála vegna stækkunar Skýjaborgar.

2.  Mánaðarskýrsla skólastjóra.

Farið var yfir starfssemi leik- og grunnskólans í febrúar og mars. Í mánaðarskýrslu skólastjóra fyrir febrúar kom m.a. fram að árleg starfsmannaviðtöl voru tekin í febrúar, 10. bekkur fór í kynningarferð í FVA, konukaffi var í Skýjaborg, fyrirlestur var í Heiðarskóla frá SAFT um ábyrga netnotkun. Í mars var unnið með gildi skólans í Heiðarskóla, elstu börnin í Skýjaborg unnu vinaþema og lærðu um hvað er að vera vinur, foreldraviðtöl voru í Skýjaborg og stærðfræðikeppni í FVA þar sem að þrír keppendur úr Heiðarskóla unnu til verðlauna og sviðsstjórastaða Skýjaborgar var
leyst. Nefndin lýsir ánægju sinni með að búið sé að leysa sviðsstjórastöðu
Skýjaborgar.

3.  Drög að stefnu og áætlunum um mál sem geta komið upp þar sem kennari og/eða starfsmenn skólans eru sakaðir um refsiverða háttsemi.


Nefndin ræddi málið og verkferlana. Skólastjóra falið að halda áfram við vinnu við áætluna.

4.  Grunn- og leikskóladagatöl fyrir skólaárið 2014-2015.

Skóladagatölin lögð fram. 

5.  Styrktarsjóður EBÍ.

Umræður um umsókn í styrktarsjóðinn. Fræðslu- og skólanefnd felur formanni og skólastjóra að undirbúa styrkbeiðni til góðs málefnis í sveitarfélaginu.

6.  Drög að verklagi vegna afreksstyrkja.

Nefndin fór yfir drögin og sendir tillöguna til sveitarstjórnar til samþykktar.

7.  Viðhorfskannanir starfsmanna og foreldra. 

Nefndin fór yfir spurningarlistann í könnuninni og gerði smávægilegar breytingar.Ákveðið að hrinda af stað viðhorfskönnun sem fyrst og var Valgerði falið að sjá um framkvæmdina.

Mál til kynningar.

Tilkynning frá Menntamálaráðuneytinu um námsmat í skólum.
Lagt fram.

Könnun á reglugerð um ábyrgð, réttindi og skyldur aðila í skólasamfélaginu.
Lagt fram.

Önnur mál.

Rætt var um leikjanámskeið fyrir börn á aldrinum 1-4 bekkjar.

Trúnaðarmál.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið klukkan 19:00.

Ása Helgadóttir
Valgerður Jóna Oddsdóttir
Dagný Hauksdóttir
Stefán Ármannsson
Helgi Pétur Ottesen
 

Efni síðunnar