Fara í efni

Búkolla

 

BÚKOLLA

Búkolla

Nytjamarkaðurinn Búkolla hefur verið starfandi á Akranesi síðan árið 2009. Starfsemi Búkollu felst í endurnýtingu fatnaðar og alls þess sem að heimilishaldi lýtur. Akurnesingar og nærsveitamenn hugsa hlýlega til Búkollu þegar þeir losa sig við fatnað, húsgögn eða annan húsbúnað sem öðlast nýtt líf á öðrum heimilum. Í Búkollu býðst fólki á örorku og endurhæfingu störf. 

Búkolla er sjálfsstæð eining sem rekinn er undir Fjöliðjunni. Spurningum varðandi Búkollu svara  umsjónaraðili Búkollu Erla Björk Berndsen, forstöðumaður Fjöliðjunnar Guðmundur Páll Jónsson og yfirþroskaþjálfi Fjöliðjunnar Ásta Pála Harðardóttir. 

Búkolla er staðsett á Vesturgötu 62 og er markaðurinn opinn fimmtu,- föstu- og laugardaga frá kl. 12-15. Vörumóttaka er þriðjudaga til föstudaga frá kl. 10-15 og laugardaga frá kl. 12-15. Einnig er vörumótttaka á gámasvæðinu á opnunartíma Gámu. Nánari upplýsingar fást í síma 433 1726 hjá umsjónarmanni.

 Facebooksíða Búkollu