Fara í efni

Vorhreinsun 2021

Nú fer að koma að árlegri vorhreinsun í Hvalfjarðarsveit og eru íbúar, sumarhúsaeigendur og rekstraraðilar hvattir til að taka til hjá sér fyrir sumarið.

Á tímabilinu frá 14. maí til og með 1. júní verða gámar staðsettir í Melahverfi, Hlíðarbæ og Krosslandi.

  • Gámur fyrir timbur.
  • Gámur fyrir járn og dekk.
  • Gámur fyrir gróðurúrgang.
  • Gámur fyrir almennan (óflokkaðan) úrgang.
  • Kar fyrir rafgeyma og spilliefni.
  • Gámur fyrir moltu.

 Frá 1. júní – 31. ágúst gefst íbúum í dreifbýli kostur á að fá tvær gerðir af gámum til afnota í tvo sólarhringa. 

Eftirfarandi gámar eru í boði:

  • Gámur fyrir timbur.
  • Gámur fyrir járn og dekk.
  • Gámur fyrir gróðurúrgang.
  • Gámur fyrir almennan (óflokkaðan) úrgang.

Þessa þjónustu þarf að panta með tveggja daga fyrirvara í síma 433-8500 eða á hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is
Íslenska Gámafélagið býður einnig uppá þá þjónustu að losa íbúa Hvalfjarðarsveitar í dreifbýli við rafgeyma og spilliefni.

 Tímabil hreinsunarátaks í frístundabyggðum er frá 1. júní til 31. ágúst ár hvert og eru gámar í boði í 11 daga samfellt innan tímabilsins og getur forsvarsfólk frístundahverfa ákveðið tímasetningu í samráði við sveitarfélagið

Eftirfarandi gámar eru í boði:

  • Gámur fyrir timbur.
  • Gámur fyrir járn.
  • Gámur fyrir gróðurúrgang.

 Þessa þjónustu þarf að panta með tveggja daga fyrirvara í síma 433-8500 eða á hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is

Lögð er áhersla á að aðilar kynni sér reglur áður en sótt er um gáma.

Sjá má reglur um hreinsunarátak hér