Fara í efni

Vorferð eldri borgara í Hvalfjarðarsveit

Vorferð eldri borgara í Hvalfjarðarsveit var farin 2. júní sl. Farið var á Byggðasafnið í Görðum þar sem Jón Allansson tók að móti hópnum og veitti leiðsögn um safnið. Íslensk kjötsúpa var snædd á Laxárbakka og síðan var ekið inn Hvalfjörð.  Hvalbátasafnið hjá Hval ehf. var skoðað og ferðin enduð í hlöðunni á Hjalla (Kaffi Kjós) þar sem boðið var upp á kaffihlaðborð.  

Fararstjóri í ferðinni var Kristján Finnsson bóndi á Grjóteyri í Kjós og fræddi hann hópinn um búskapinn í Kjósinni. 
Mikil ánægja var með ferðina.

Myndir úr ferðinni má sjá hér: