Fara í efni

Vorferð eldri borgara

Vorferðarlag eldri borgara (60 ára og eldri) verður farin föstudaginn 6. júní nk. 
 

Farið verður til  Búðardals, Króksfjarðarnes og Hólmavíkur.

Brottför frá Miðgarði kl. 9:00 og frá Stjórnsýsluhúsinu í Melahverfi kl. 9:10. Stoppað verður í Búðardal þar sem Dísubúð og Gallerí verða heimsótt. Á Króksfjarðarnesi er boðið upp á hádegishressingu, súpu, brauð og kaffi. 
Á Hólmavík er heimsókn á Brugghúsið og skoðunarferð um bæinn.
Kvöldverður á Kaffi Rís - boðið upp á strandalamb og skyrtertu.

Kostnaður við ferðina er kr. 10.000 pr. mann og greiðist við skráningu.
Innifalið í verðinu er rúta, hádegishressing og kvöldverður.

Skráning og greiðsla á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar fyrir lok dags, 3. júní nk. í síma 433-8500.
Einnig er í boði að leggja greiðslu inn á reikning sveitarfélagsins, 0186-26-6303, kt. 630606-1950 og senda staðfestingu á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is.