Fara í efni

Vorferð eldri borgara

Vorferðarlag eldri borgara (60 ára og eldri) verður farin miðvikudaginn 5. júní nk.
 

Farið verður norður yfir Holtavörðuheiði í Húnaþing vestra.

Lagt verður upp frá Stjórnsýsluhúsinu í Melahverfi og farið á Hvammstanga og nágrenni undir leiðsögn Karls Sigurgeirssonar frá Bjargi í Miðfirði.  Að því loknu verður Félag eldri borgara í Húnaþingi vestra sótt heim og boðið verður upp á léttan hádegismat. Kvöldverður verður snæddur á Hótel Vesturlandi í Borgarnesi.

Brottför frá Stjórnsýsluhúsinu í Melahverfi kl 8:30 miðvikudaginn 5. júní nk.

Kostnaður við ferðina er kr. 10.000 pr. mann og greiðist við skráningu.
Innifalið í verðinu er rúta, fararstjóri, aðgangseyrir að safni og kvöldverður.

Skráning og greiðsla á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar fyrir  lok dags, 3. júní nk. í síma 433-8500. 
Einnig er í boði að leggja greiðslu inn á reikning sveitarfélagsins, 0186-26-6303, kt. 630606-1950 og senda staðfestingu á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is. 
 

Nánari upplýsingar veita Sigrún í síma 692-9381 og Ingibjörg í síma 867-2248.