Fara í efni
Hafnarfjall
9 CELM 0 m/s
Akrafjall
10 E 1 m/s
Þyrill
10 SE 1 m/s

Vinnuskólinn sumarið 2019

Á sumrinu sem senn kveður okkur unnu 19 unglingar í vinnuskólanum ásamt umsjónarmanni og flokkstjóra. Verkefni þeirra voru af ýmsum toga, aðstoða á leikskólanum Skýjaborg, sláttur, kantskurður, gróðursetning á trjám og plöntum ásamt almennri fegrun umhverfisins. Unnið var á opnum svæðum, hjá leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar en einnig fyrir einstaklinga. Krakkarnir stóðu sig mjög vel og við erum stolt af því hvað unga fólkið okkar er duglegt.

Hvalfjarðarsveit bauð unglingunum í keilu og pizzuhlaðborð eftir vel heppnað sumar og þakkar öllum starfsmönnum vinnuskólans óeigingjarnt starf og gott samstarf. Gangi ykkur vel í verkefnum vetrarins.