Fara í efni

Vinnuskóli sumarið 2025

Hvalfjarðarsveit auglýsir Vinnuskóla Hvalfjarðarsveitar sumarið 2025.
Vinnuskólinn mun starfa frá 13. júní til 8. ágúst sumarið 2025.

Unnið er sjö tíma á dag, frá kl. 08:00 – 15:00 mánudaga til fimmtudaga.
Athygli er vakin á að fyrsti og síðasti vinnudagur verða á föstudegi.

Leitast verður við að veita öllum 14-17 ára unglingum, sem eiga lögheimili í Hvalfjarðarsveit, starf við Vinnuskólann.

Í maí verður umsóknareyðublöðum komið til allra nemenda á skólatíma og farið yfir vinnutíma, laun og reglur í Vinnuskólanum.

Umsókn í Vinnuskólann má skila útfylltri í skólann eða fylla út umsókn á þjónustugátt Hvalfjarðarsveitar.

Umsóknarfrestur er til og með 30. maí nk.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Svala Ýr Smáradóttir, verkefnastjóri velferðar- og fræðsludeildar, velferdogskolar@hvalfjardarsveit.is