Vinnslutillaga og kynningarfundur
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti 10. desember 2025 að auglýsa eftirfarandi tillögur að breytingu á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 á vinnslustigi sbr. 2. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010:
Skilmálabreytingar á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar sem ná til breytinga á almennum skilmálum fyrir frístundabyggð (F), landbúnaðarsvæði (L3), skógræktar- og landgræðslusvæði (SL) og varúðar- og þynningarsvæði. Sjá nánar í Skipulagsgátt.
Katanesvegur – Iðnaðarsvæði á Grundartanga sem er landnotkunarbreyting á athafnasvæði sem felst í því að athafnasvæðið AT5 á Grundartanga verði breytt í iðnaðarsvæði. Svæðið er 49 ha að stærð og heyrir undir Faxaflóahafnir. Sjá nánar í Skipulagsgátt mál nr. 925/2025.
Kynningarfundur tillagnanna verður haldinn í stjórnsýsluhúsi sveitarfélagsins að Innrimel 3 í Hvalfjarðarsveit kl. 17, þriðjudaginn 13. janúar 2026.
Kynningartími tillagnanna er frá 12. desember – 15. janúar 2026.
Ofangreindar tillögur eru auglýstar á heimasíðu sveitarfélagsins og í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (www.skipulagsgatt.is).
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar á kynningartíma. Athugasemdum skal skilað inn rafrænt í Skipulagsgátt. Ef óskað er nánari kynningar á tillögunum skal bóka tíma hjá skipulagsfulltrúa.
Umhverfis- og skipulagsdeild