Fara í efni

VINAVÖLLUR - útivistarsvæði í Melahverfi

Á 382. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar var samþykkt að útivistarsvæðið í Melahverfi fengi nafnið Vinavöllur.

Sveitarstjórn þakkar kærlega fyrir allar nafnahugmyndirnar sem bárust á útivistarsvæðið í Melahverfi en þær voru margar og fjölbreyttar. Sveitarstjórn hvetur öll til að koma í Melahverfi og nýta hina flottu aðstöðu sem er á lokametrunum í framkvæmd.