Fara í efni

Vinavöllur í Melahverfi

Framkvæmdum við nýtt útivistarsvæði í Melahverfi, Vinavöll, er nú að mestu lokið og eru öll hvött til að nýta svæðið eins mikið og kostur er enda hefur það upp á margt að bjóða til útiveru og samveru fjölskyldu og vina.

Á Vinavelli má finna körfuboltavöll, ærslabelg, ýmis leiktæki fyrir alla aldurshópa, grillskála með góðu útigrilli, bekkjum og borðum, auk þess sem gott svið og áhorfendapallur er á svæðinu.

Hvalfjarðarsveit er stolt af Vinavelli og þakkar öllum þeim sem komu að framkvæmdum á svæðinu fyrir þeirra vinnu og framlag til þess að gera svæðið að hinu glæsilega sem það er orðið í dag.

Hvalfjarðarsveit vonar að íbúar, sem og gestir, komi til með að njóta þess að koma saman til leiks og gamans á Vinavelli í Melahverfi.

Gestir á Vinavelli eru jafnframt beðnir um að ganga vel um svæðið, s.s. henda rusli í tunnur og hreinsa útigrillið eftir notkun hverju sinni.

Þar sem veturinn er á næsta leyti er bent á að yfir kaldasta tímann verður loftið tekið úr ærslabelgnum, bæði til öryggis og verndar belgnum.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af svæðinu, teknar með árs millibili en gaman er að sjá þá miklu og jákvæðu breytingu sem orðið hefur á svæðinu frá upphafi framkvæmda.