Fara í efni

Viltu starfa í Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar?

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar auglýsir eftir nýliðum til starfa til að sinna útkallsverkefnum slökkviliðsins.

Kynningarfundur verður haldinn á Slökkvistöð Akraness og Hvalfjarðarsveitar, Kalmansvöllum 2, miðvikudaginn 3. desember næstkomandi kl. 20:00.

Nánari upplýsingar um starfið má nálgast á
alfred.is

Nánari upplýsingar um slökkvistarf:
Reglugerð um Brunamálaskólann og réttindi og skyldur slökkviliðsmanna nr. 1246/2022.

Umsækjendur þurfa að búa á starfssvæði Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.

Þeir sem eru ráðnir fá nauðsynlega menntun og þjálfun til að sinna starfinu. Athugið að nægjanlegt er að hafa lokið meiraprófinu við upphaf starfs. Umsækjendur geta því sótt meiraprófsnámskeið í eigin tíma og á eigin kostnað þegar ráðning liggur fyrir.