Fara í efni

Viltu starfa í Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar?

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar er öflugt og metnaðarfullt slökkvilið sem auglýsir eftir nýliðum til starfa til að sinna útkallsverkefnum slökkviliðsins. Sérstaklega er óskað eftir aðilum á aldrinum 21-28 ára og eru einstaklingar af öllum kynjum hvött til þess að sækja um.

Kynningarfundur verður haldinn á Slökkvistöð Akraness og Hvalfjarðarsveitar að Kalmansvöllum 2,  miðvikudaginn 24. apríl næstkomandi kl. 20:00.

Þeir sem eru ráðnir fá nauðsynlega menntun og þjálfun til að sinna starfinu. Athugið að nægjanlegt er að hafa lokið meiraprófinu við upphaf starfs. Umsækjendur geta því sótt meiraprófsnámskeið í eigin tíma og á eigin kostnað þegar ráðning liggur fyrir.

Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jens Heiðar Ragnarsson slökkviliðsstjóri í síma 854-1277 eða á netfangið jens.heidar.ragnarsson@akranes.is

Hér má skoða nánari upplýsingar um þau fylgigögn sem þarf að skila með umsókn ásamt inntökuskilyrðum í slökkviliði.