Fara í efni

Vetrinum fagnað á Bjarteyjarsandi

Vel heppnuð og notaleg kvöldstund fór fram á Bjarteyjarsandi í samstarfi við Menningar- og markaðsnefnd Hvalfjarðarsveitar þann 4.nóvember sl.

Boðið var upp á bragðmikla vetrarsúpu og brauð ásamt kaffi/te/kakó. Gunnar J. Straumland og Sigurbjörg Friðriksdóttir ljóðskáld í Hvalfjarðarsveit lásu upp úr ljóðabókum sínum og að því loknu steig tónlistarkonan Lay Low á svið.

Hvalfjarðarsveit þakkar öllum þeim sem mættu á viðburðinn kærlega fyrir komuna og forsvarsmönnum Bjarteyjarsands eru færðar bestu þakkir fyrir samstarfið.