Fara í efni

Verulegur stuðningur við Þróunarfélag Grundartanga

Á fundi Alþingis sem nú fer fram gerir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, grein fyrir nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar vegna fjáraukalagafrumvarps fyrir árið 2020. Þar kemur fram að viðbrögð við coronaveirunni kosta ríkissjóð gríðarlegar fjárhæðir. Meðal breytingartillagna er lagður til verulegur stuðningur við Þróunarfélag Grundartanga, eða 50 milljónir króna. Áður hafði Orkusjóður afgreitt 12 milljóna króna stuðning við þróunarfélagið vegna áforma um hitaveitu.

„Þessi stuðningur af fjárlögum fer til að kanna fýsileika og hagkvæmni á framleiðslu á rafeldsneyti á Grundartanga. Stuðningur þessi ætti að gefa þróunarfélaginu súrefni til að efla starf sitt og þróa iðnaðarsvæðið til sóknar, byggir á kraftmiklu starfi þess. Til viðbótar við þetta framlag leggur Hvalfjarðarsveit og Akraneskaupstaður fram verulegar fjárhæðir til verkefnisins,“ segir Haraldur Benediktsson alþingismaður og varaformaður fjárlaganefndar, sem unnið hefur með Þórdísi Kolbrúnu R Gylfadóttur iðnaðarráðherra að framgangi þessa verkefnis.

Frétt tekin af vef Skessuhorns, www.skessuhorn.is