Fara í efni

Veðurstöð norðan við Akrafjall

Hvalfjarðarsveit hefur látið setja upp veðurstöð norðan við Akrafjall, við starfsstöð Terra hjá Berjadalsá. Veðurstöðin sem er uppfærð á 5 mínútna fresti gefur upplýsingar um vindhraða, veðurfar o.fl. á svæðinu.

Slóð á veðurstöðina er á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar https://www.hvalfjardarsveit.is/ - Veðurstöð við Akrafjall -norður.

Umsjón með veðurstöðinni hefur Elmar Snorrason en hann er með veðurstöðvar víðsvegar í Borgarfirði, þær má sjá hér: http://ellisnorra.net/