Fara í efni

Vatnsleikfimi - Félagsstarf aldraðra 60 ára og eldri í Hvalfjarðarsveit

Félagsstarf aldraðra fyrir 60 ára og eldri í Hvalfjarðarsveit hefst með vatnsleikfimi.

Vatnsleikfimin er skemmtileg leið til líkamsræktar, frábær aðferð til að styrkja vöðva, bæta úthald og auka liðleika, og það kemur mörgum á óvart hvað hægt er að gera fjölbreyttar æfingar í vatninu. Áhersla er á að hver og einn vinni eftir sinni getu.
 
Vatnsleikfimi er í Heiðarborg alla þriðjudaga og fimmtudaga yfir vetrartímann kl. 10:30 til 11:10.
Í boði er að kaupa hádegismat í Heiðarskóla þá daga sem vatnsleikfimin er.
Skráning á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar í síma 433-8500 eða á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is. 

Leiðbeinandi er Hanna Þóra Guðbrandsdóttir.
Leiðbeinandi er ekki alltaf til staðar en frjálst er að mæta í vatnsleikfimi þessa daga.

Dagsetningar á vatnsleikfimi frá september til desember með leiðbeinanda: 

September: 21., 26. og 28.
Október: 3. og 12.

Fleiri dagsetningar koma síðar.

Umsjón með félagsstarfi aldraðra hefur frístunda- og menningarfulltrúi Hvalfjarðarsveitar, Ása Líndal Hinriksdóttir.