Fara í efni

Útleiga á beitarhólfum við Melahverfi

Sveitarfélagið auglýsir til leigu beitarhólf fyrir hross í landinu Melahverfi 2.
Útleiguhólfin eru 8 talsins og er útleigutímabilið frá 1.júní – 31.desember, sjá meðfylgjandi kort.

Íbúar sveitarfélagsins eru með forgang á útleigu á beitarhólfum.
Fleiri en einn geta þurft að deila hólfum, fer eftir fjölda hrossa.

Áhugasamir eru beðnir um að senda tölvupóst á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is

Í tölvupóstinum þarf að koma fram:

  • Nafn og kennitala umsækjanda.
  • Heimilisfang umsækjanda.
  • Númer á hólfi sem sótt er um.
  • Fjöldi hrossa sem óskað er eftir úthlutun fyrir.

Reglur og gjaldskrá fyrir beitarhólf í Hvalfjarðarsveit

Umsóknir þurfa að berast sveitarfélaginu fyrir 3. maí 2024.