Fara í efni

Útivistarsvæðið í Melahverfi

Framkvæmdir við útivistarsvæðið í Melahverfi hafa gengið vel fram að þessu og mun verkið hefjast að nýju um leið og frost er farið úr jörðu en verklok eru áætluð 15. júní nk.

Einn af verkþáttum er gróðursetning og frágangur plantna á svæðinu en unnið hefur verið plöntuskipulag í því sambandi og undirritaður verksamningur við Önnu Rún Kristbjörnsdóttur, garðyrkjufræðing, um framkvæmd verksins.

Umfang verksins felst í kaupum og flutningi plantna, undirbúningi og gróðursetningu, frágangi og efniskostnaði en gert var ráð fyrir fjármunum til þessa verkþáttar við svæðið í framkvæmdaáætlun ársins 2023.