Fara í efni

ÚTBOÐ – Sala ljósleiðarakerfis

Sveitarfélagið Hvalfjarðarsveit áformar að selja ljósleiðarakerfi sem sveitarfélagið á og rekur og nær til um 240 notenda í Hvalfjarðarsveit.

Um er að ræða ljósleiðarastrengi í jörðu, tilheyrandi búnað í dreifistöðvum, tengiskápa, jarðvegsbrunna o.fl., sem nánar er lýst í útboðsgögnum vegna sölunnar.

Sveitarfélagið óskar eftir verðtilboðum frá áhugasömum aðilum, í samræmi við Útboðsgögn 2019-SL1,  „Sala ljósleiðarakerfis“.  Væntanlegir bjóðendur geta óskað eftir að fá útboðsgögnin afhent sér að kostnaðarlausu frá og með 4. nóvember nk. með því að senda tölvupóst til Guðmundar Gunnarssonar á netfangið gg@raftel.is og óska þess að fá gögnin send.

Tilboðum skal skila á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, Hvalfjarðarsveit fyrir kl. 11:00, mánudaginn 18. nóvember nk. og verða þau opnuð þar í viðurvist þeirra bjóðenda sem þar mæta. 

F.h. Hvalfjarðarsveitar,

Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri