Fara í efni
Hafnarfjall
-2 NNE 6 m/s
Akrafjall
-2 ESE 10 m/s
Þyrill
-3 ESE 8 m/s

Undirskriftasöfnun í Hvalfjarðarsveit vegna almennrar atkvæðagreiðslu.

Á 299. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þann 13. janúar sl. var lögð fram tilkynning frá Sigurði Aðalsteinssyni, Ómari Erni Kristóferssyni og Jóhönnu G. Harðardóttur þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða undirskriftarsöfnun í sveitarfélaginu þar sem óskað verði eftir almennri atkvæðagreiðslu vegna ákvörðunar sveitarstjórnar um sölu ljósleiðarakerfis í eigu Hvalfjarðarsveitar. 

 Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar telur að 3. mgr. 108. gr. sveitarstjórnarlaga nr.138/2011 takmarki ekki heimild til undirskriftarsöfnunar.  Undirskriftarsöfnun hefst þann 27. janúar nk. og lýkur 24. febrúar nk.