Fara í efni

Umhverfisviðurkenning Hvalfjarðarsveitar 2025

Umhverfisviðurkenning Hvalfjarðarsveitar var endurvakin í ár eftir margra ára hlé sem hvatning til íbúa að hugsa vel um nærumhverfi sitt og veita þeim viðurkenningu sem skara framúr í snyrtimennsku og umhirðu garða sinna eða býlis.

Viðurkenninguna í ár hlutu fyrir snyrtilegasta býlið, ábúendur á Eystra-Súlunesi I og II, þar búa hjónin Helgi Bergþórsson og Sigrún Ólafsdóttir, og hjónin Björgvin Helgason og Dagný Hauksdóttir.

Fyrir snyrtilegasta garðinn hlutu viðurkenninguna íbúar að Hlíðarbæ 18, hjónin Brynhildur Bjarnadóttir og Kristján Karl Hilmarsson.

Viðurkenninguna afhentu Birkir Snær Guðlaugsson formaður menningarnefndar og Elín Ósk Gunnarsdóttir fyrir hönd dómnefndar.