Fara í efni

Tónleikaröð 2020 til styrktar Hallgrímskirkju í Saurbæ, Hvalfirði

Nú í sumar, annað sumarið í röð, fer af stað tónleikaröð til styrktar Hallgrímskirkju í Saurbæ, Hvalfirði. Fyrstu tónleikarnir verða 14. júní nk.  kl. 14:00. Hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans mun leika tónlist frá Grikklandi, tónlist sem er fjörug tilfinningarík og áhrifamikil.  Skuggamyndir hafa hlotið einróma lof gagnrýnenda fyrir leik sinn á þessari tónlist en hljómsveitin heldur upp á 10 ára afmæli sitt á þessu ári.

Hljómsveitina skipa: Haukur Gröndal: klarinett, Ásgeir Ásgeirsson: bouzouki, Þorgrímur Jónsson: bassi og Erik Qvick: slagverk.

Inngangseyrir er 2.000 kr. en ekki er mögulegt að taka við kortum.
Allir hjartanlega velkomnir.

Allur ágóði rennur í sjóð til styrktar staðnum. Þeir sem ekki sjá sér möguleika að mæta á tónleikana en vilja styrkja málefnið geta lagt inn á söfnunarreikning: 0552-14-100901 kt 590169-2269.

Hótel Glymur er  með tilboð á réttum eftir tónleika og 20% afslátt af matseðli.
Bjarteyjarsandur er með tilboð á kaffi og kökusneið á 1.000 kr. Opið 11-16.
Hótel Laxárbakki býður gistingu fyrir tvo með morgunmat á 15.900 kr.

Grunnhugmynd að tónleikaröðinni, sem haldnir verða í kirkjunni sjálfri, er að viðhalda staðnum sem menningarstað. Allur ágóði rennur til styrktar staðnum sem með tímanum mun vonandi verða aðdráttarafl fyrir landsmenn sem og erlenda ferðamenn. 

Tónleikaröðin er styrkt af tónlistarsjóði Mennta- og menningarmálaráðuneytinu  og rennur styrkurinn alfarið til flytjenda á tónleikunum.

Fyrirhugaðir tónleikardagar í sumar eru eftirtaldir (birt með fyrirvara): 14. júní, 28. júní, 12. júlí, 26. júlí, 9. ágúst, 23. ágúst.

 

 

           
   
 
     
 
 

 

 

Tilboð

Hótel Glymur er  með tilboð á réttum eftir tónleika og 20% afslátt af matseðli.

Bjarteyjarsandur er með tilboð á kaffi og kökusneið á 1.000 kr. - opið kl.