Fara í efni

Tómstundastyrkur hækkar

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur samþykkt hækkun árlegs tómstundastyrks úr kr. 60.000 á ári í kr. 70.000 á ári frá og með 1. janúar 2021.  Styrkurinn sem miðast við almanaksárið er fyrir börn og ungmenni allt að 18 ára aldri með lögheimili í sveitarfélaginu.

Minnt er á að þeir sem eiga eftir að sækja styrki fyrir árið 2020 hugi að því fyrir áramót.

Hægt er að senda rafræna umsókn ásamt kvittunum fyrir greiðslu, í tölvupósti á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is eða koma með á skrifstofu sveitarfélagsins.