Fara í efni

Tímabundin færsla á gámaplani við Melahverfi

Framkvæmdir eru nú hafnar við stígagerð og gámaplan í Melahverfi. Á meðan á framkvæmdunum stendur verða gámarnir færðir tímabundið við enda Bugðumels í Melahverfi (á planið þar sem hægt hefur verið að sækja moltu á meðan á vorhreinsun stendur).

Að loknum framkvæmdum verða gámarnir fluttir til baka á sinn stað og þá munu einnig bætast við ílát fyrir þrjá nýja úrgangsflokka; málma, gler og textíl.