Umhverfisviðurkenningar Hvalfjarðarsveitar 2025
09. júlí 2025
Óskað er tilnefninga frá íbúum sveitarfélagsins til "Umhverfisviðurkenninga Hvalfjarðarsveitar 2025".
Með viðurkenningum vill sveitarfélagið hvetja íbúa til að hugsa vel um nærumhverfi sitt og veita þeim viðurkenningu sem skara framúr í snyrtimennsku og umhirðu garða sinna eða býla.
Íbúar eru hvattir til að senda inn tilnefningar á netfangið umhverfi@hvalfjardarsveit.is fyrir 11. ágúst nk.
Fulltrúar Umhverfis, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar ásamt starfsmanni Umhverfis- og skipulagsdeildar leggja mat á hverjir hljóta viðurkenningar ársins.
Viðurkenningar verða afhentar á Hvalfjarðardögum, annars vegar fyrir snyrtilegasta býlið og hins vegar fyrir snyrtilegasta garðinn.
Umhverfis- og skipulagsdeild