Fara í efni

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Vestri-Leirárgarða í Hvalfjarðarsveit

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 23. nóvember 2022 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi fyrir Vestri-Leirárgarða í Hvalfjarðarsveit samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Svæðið sem skipulagstillagan takmarkast við er 92 ha að stærð innan jarðar Vestri-Leirárgarða og skv. gildandi deiliskipulagi frá árinu 2011 er m.a. heimilt að byggja reiðhöll, tvö íbúðarhús og reiðvöll til viðbótar við núverandi byggingar, auk þess er kvöð um gegnumakstur á vegi sem liggur um jörð Vestri-Leirárgarða.

Skv. breytingartillögunni er ekki gert ráð fyrir uppbyggingu á jörðinni og eru byggingarreitir íbúðarhúsa og reiðhallar felldir út, auk þess sem ekki er gert ráð fyrir nýjum reiðvelli og kvöð um gegnumakstur um jörð Vestri-Leirárgarða felld út.
Gerð er leiðrétting á skipulagsmörkum frá því sem er í gildandi deiliskipulagi, milli Vestri-Leirárgarða og Eystri-Leirárgarða. Deiliskipulagsbreytingin er í samræmi við landnotkun aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar.

Vestri-Leirárgarðar-deiliskipulagsbreyting

Deiliskipulagstillagan er aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins og er auk þess til sýnis á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, að Innrimel 3, Hvalfjarðarsveit frá og með 15. mars 2023 til og með 26. apríl 2023.

Tillagan er ekki háð umhverfismati skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Kynningarfundur verður auglýstur síðar á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar.

Hverjum þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.
Frestur til að skila inn athugasemdum er til 26. apríl 2023.

Skila skal inn skriflegum athugasemdum á netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is eða með bréfpósti á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, stílað á skipulagsfulltrúa, Innrimel 3, 301 Akranesi.

Jökull Helgason
Skipulagsfulltrúi