Fara í efni

Lokun vegna kaldavatnsveitu

Fimmtudaginn 11. maí nk verður lokað fyrir kaldavatnsveitu vegna viðgerða á stofnlögn frá Galtarholtsmelum að Beitistöðum, þar með talið Stóri-Lambhagi og Melahverfi.  Reiknað er með að lokunin vari frá kl. 10:00 - 12:00. 

Íbúar eru vinsamlegast beðnir um að gera viðeigandi ráðstafanir vegna þessa og beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.