Fara í efni

Tilkynning um breytingar á innheimtu gjalda í leik- og grunnskóla

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 24. mars sl. vegna áður útsendra reikninga fyrir leikskólagjöldum og fæðisgjöldum í grunnskóla fyrir marsmánuð, en gjöldin eru innheimt fyrirfram í upphafi hvers mánaðar, að ekki verði sendir út reikningar fyrir aprílmánuð nú um komandi mánaðarmót.  Næsti reikningur vegna þessara gjalda verði sendur út í upphafi maímánaðar og þar muni fara fram leiðrétting á marsmánuði ásamt innheimtu gjalda fyrir apríl og maí mánuð.  Varðandi fæði í grunnskóla sem samkvæmt gjaldskrá er ein fjárhæð fyrir morgun- og hádegismat er samþykkt að fyrir léttan málsverð sem boðið er upp á nú í skertu skólastarfi verði gjaldið 40% af gjaldskrárfjárhæðinni.

Sveitarstjórn samþykkti jafnframt að komi upp þær tímabundnu aðstæður vegna ákvörðunar foreldra/forráðamanna eða vegna sóttkvíar eða gruns um smit að börn í leik- eða grunnskóla mæti ekki í skóla, skuli einungis greitt fyrir nýtta þjónustu og fæði enda sé fjarvera í heilum vikum. Ákvörðun þessi er tímabundin til loka maímánaðar.