Tilkynning frá Veitum
16. september 2025
Miðvikudaginn 17. sept. munu Veitur vinna við tengingu á nýrri aðveitulögn undir Hafnarfjalli.
Vinna hefst kl. 07.00 á miðvikudeginum og áætluð verklok eru um kl. 03:00 aðfaranótt fimmtudagsins.
Notendur mega búast við lágum þrýstingi fram eftir degi og síðan heitavatnsleysi þar til tengivinnu er lokið.