Fara í efni

Þróunarverkefnið Snemmtæk íhlutun í mál og læsi

Leikskólinn Skýjaborg hefur síðastliðið ár unnið þróunarverkefnið Snemmtæk íhlutun í mál og læsi í samstarfi við menntamálastofnun. Afrakstur þróunarverkefnisins er útgáfa handbókar: Handbók Skýjaborg: Leikur, mál og læsi.

Uppskeruhátíð af þessu tilefni var haldin 26. janúar sl. í Stjórnsýsluhúsinu, Innrimel 3 og var starfsfólki leikskólans, sveitarstjóra, sveitarstjórn, fræðslunefnd, frístunda- og menningarfulltrúa, foreldrafélagi, menntamálastofnun, verkefnastjóra og faglegum ráðgjafa boðið á þennan viðburð.

Sveitarfélagið óskar starfsfólki Skýjaborgar innilega til hamingju með verkefnið.

Handbókin er komin á heimasíðu Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.