Fara í efni

Þorrablót eldri borgara í Hvalfjarðarsveit

Þá er komið að því að bregða undir sig betri fætinum og blóta þorra.
Þorrablót 60 ára og eldri í Hvalfjarðasveit verður haldið í Miðgarði, miðvikudaginn 15. febrúar kl. 17:00.

Jónína  Björg Magnúsdóttir verður veislustjóri og leiðir okkur í fjöldasöng.
Feðgarnir í Tindatríóinu þeir Atli Guðlaugsson, Bjarni Atlason og Guðlaugur Atlason koma og taka lagið.
Jóhanna G. Harðardóttir og Gunnar Straumland ætla að flytja fyrir okkur minni karla og kvenna.

Miðapantanir á skrifstofu Hvalfjarðasveitar fyrir 10. febrúar.  Miðaverð kr. 5.500, greiðist við komu á blótið- enginn posi á staðnum.

Vonumst til að sjá sem flesta

Sigrún og Ingibjörg Eyja