Fara í efni

Þorrablót eldri borgara í Hvalfjarðarsveit

Þorrablót eldri borgara í Hvalfjarðarsveit var haldið í Miðgarði 7. febrúar sl. og var afar vel heppnað,  þátttaka var góð og allir skemmtu sér mjög vel. Þorramaturinn kom frá frá H. veitingum og þeim var gerð góð skil. Skemmtikraftarnir og veislustjórar voru þeir Davíð Ólafsson og Stefán Íslandi Jr. og skemmtu þeir fólki með söng og sögum.  Eyjólfur Kristjánsson kom óvænt og tók nokkur lög og  Skarðskvintettinn söng við undirleik Zsuzönnu Budai.