Fara í efni

Þjónusta fyrir þolendur ofbeldis á Vesturlandi

Við viljum vekja athygli á því að Bjarkarhlíð býður nú upp á þjónustu fyrir alla íbúa á Vesturlandi. Ráðgjafi Bjarkarhlíðar verður á Akranesi, Borgarnesi og í Stykkishólmi einn dag í mánuði og geta íbúar Hvalfjarðarsveitar sótt þessa þjónustu.

Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Markmið er að veita stuðning, ráðgjöf og fræðslu um eðli og afleiðingar ofbeldis og er byggt á áfallamiðaðri nálgun. Bjarkarhlíð býður áfallamiðaða ráðgjöf, stuðning og upplýsingar fyrir þolendur ofbeldis af öllum kynjum, 18 ára og eldri.

Upplýsingar um lausa tíma er að finna á eftirfarandi stöðum:

Á heimasíðu Bjarkahlíðar www.bjarkarhlid.is má einnig finna gagnlegt fræðsluefni og sjálfspróf.