Fara í efni

Sveitarstjórnarkosningar í Hvalfjarðarsveit 14. maí 2022

Óbundnar kosningar fara fram til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þar sem enginn framboðslisti barst kjörstjórn innan tilskilins framboðsfrests.

Allir kjósendur í Hvalfjarðarsveit eru í kjöri nema þeir sem löglega eru undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrirfram skorast undan því.

Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar hafa skorast undan kjöri sbr. 5. málsgr. 49. gr. laga nr. 112/2021:
Björgvin Helgason, Eystra-Súlunesi
Brynja Þorbjörnsdóttir, Kalastöðum
Daníel Ottesen, Ytra-Hólmi
Guðjón Jónasson, Bjarteyjarsandi 3
Ragna Ívarsdóttir, Lækjarmel 6


Fyrir hönd kjörstjórnar Hvalfjarðarsveitar,
Guðmundur Ólafsson
Jóna Björg Kristinsdóttir