Fara í efni

Sveitarstjórnarkosningar 2022

Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga í Hvalfjarðarsveit verður í stjórnsýsluhúsinu, Innrimel 3, Melahverfi, laugardaginn 14. maí 2022 kl. 9-21.

Í Hvalfjarðarsveit verða óbundnar kosningar (persónukjör). Allir kjósendur eru því í kjöri. Löglega undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrirfram skorast undan því eru eftirfarandi aðilar:

Björgvin Helgason, Eystra-Súlunesi
Brynja Þorbjörnsdóttir, Kalastöðum
Daníel Ottesen, Ytra-Hólmi
Guðjón Jónasson, Bjarteyjarsandi 3
Ragna Ívarsdóttir, Lækjarmel 6

Kjörskrá fyrir Hvalfjarðarsveit vegna sveitarstjórnarkosninga liggur frammi til kjördags á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, Melahverfi, mánudaga – föstudaga kl. 10:00 – 15:00.

Á kjörseðil skal skrifa nöfn og heimili 7 aðalmanna og 7 varamanna. Atkvæði telst gilt þó sleppt sé sé fornafni, eftirnafni eða heimilisfangi ef greinilegt er eftir sem áður við hvern er átt. Auðar línur á kjörseðli ógilda ekki greidd atkvæði.

Kjósandi á rétt til aðstoðar við atkvæðagreiðsluna. Aðstoð skal veitt af þeim úr kjörstjórn sem kjósandi tilnefnir eða aðstoðarmanni sem fylgir kjósanda á kjörstað. Aðstoðarmanni kjósanda er óheimilt að gerast aðstoðarmaður fleiri en þriggja kjósenda við sömu kosningar.

Kjósanda ber að framvísa persónuskilríkum á kjörstað.

Kjörstjórn Hvalfjarðarsveitar