Fara í efni

Sveitarstjórar og bæjarstjórar af Vesturlandi ásamt framkvæmdastjóra og formanni SSV funduðu með forsætisráðherra og innviðaráðherra

Sveitarstjórar og bæjarstjórar af Vesturlandi ásamt framkvæmdastjóra og formanni SSV áttu góðan fund með forsætisráðherra og innviðaráðherra í Stjórnarráðinu í morgun.

Tilefni fundarins var að fylgja eftir bréfi sem framangreindur hópur sendi oddvitum ríkisstjórnarinnar til að vekja athygli á neyðarástandi vegamála á Vesturlandi.

Erindi sent á oddvita ríkistjórnarinnar í febrúar: Vesturland erindi til ríkisstjórnar