Fara í efni

Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands

Síðastliðinn föstudag var haldin úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands að Fannahlíð í Hvalfjarðarsveit. Það var sérstaklega ánægjulegt hvað margir mættu en það var húsfyllir og margt um manninn. Sjóðurinn auglýsti eftir umsóknum í október s.l. og bárust 142 umsóknir að þessu sinni sem er metfjöldi umsókna.

Hvalfjarðarsveit hlaut styrk úr sjóðnum að fjárhæð kr. 600.000, til merkingar sögu- og merkisstaða í sveitarfélaginu.
Undirbúningur verkefnisins er hafinn og kominn vel á veg, vonast er til að fyrstu skiltin verði sett upp á árinu og fleiri skilti á næstu tveimur árum.

Aðrar styrkveitingar úr sjóðnum má sjá hér.