Startup Landið – opið fyrir umsóknir
Nú er opið fyrir umsóknir í Startup Landið, sjö vikna viðskiptahraðal sem ætlaður er frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum á landsbyggðunum. Hraðallinn hefst 18. september og lýkur með lokaviðburði 30. október þar sem þátttakendur kynna verkefni sín.
Startup Landið veitir þátttakendum aðgang að sérfræðiráðgjöf, tengslaneti og möguleikum á fjármögnun. Markmiðið er að styðja við vöxt og þróun nýsköpunarverkefna sem eru komin af hugmyndastigi, hvort sem þau eru unnin af einstaklingum, sprotafyrirtækjum eða innan rótgróinna fyrirtækja.
Leitast er eftir frumkvöðlum, sprotafyrirtækjum og nýsköpunarverkefnum á landsbyggðunum sem eru komin af hugmyndastigi og vilja þróa verkefnið sitt áfram með stuðningi sérfræðinga og tengslanets.
Startup Landið er samstarfsverkefni landshlutasamtakanna: SSNE, SSNV, Vestfjarðarstofu, Austurbrúar, SASS, SSS og SSV.