Fara í efni

Starfsmaður óskast til starfa við íþróttamiðstöðina Heiðarborg

Starfsmaður óskast í 69% starf við íþróttamiðstöðina  Heiðarborg sem fyrst. Um er að ræða opnunartíma fyrir almenning. Vinnutími er frá kl. 15:45 - 21:15 mánudaga til fimmtudaga og á laugardögum frá kl. 09:45-15:15. Starfið hentar vel með námi. Einnig er í boði að tveir aðilar skipti með sér starfinu.

Helstu verkefni:

  • Umsjón með íþróttahúsi
  • Öryggisgæsla við sundlaug
  • Aðstoð við gesti
  • Þrif

Hæfniskröfur:

  • Hafa náð 18 ára aldri
  • Standast hæfnispróf sundstaða
  • Þjónustulund og lipurð í samskiptum
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Reynsla af sambærilegu starfi kostur

Umsóknarfrestur er framlengdur til 2. september 2021.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ása Líndal Hinriksdóttir í síma 433-8500 eða á netfanginu fristund@hvalfjardarsveit.is.  Umsækjendur eru beðnir um að senda umsóknir á https://www.hvalfjardarsveit.is/is/stjornsysla/eydublod/umsokn-um-atvinnu.  Með umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf.