Fara í efni

Starfsleyfi - Skotfélag Akraness

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands auglýsir tillögu að starfsleyfi fyrir rekstri Skotfélags Akraness á skotæfingasvæði sem staðsett er á landspildu úr landi Óss við Akrafjall.

Umsókn um endurnýjað starfsleyfi barst Heilbrigðiseftirliti Vesturlands þann 10. mars 2023. Fyrra leyfi tók gildi 5. maí 2021 og gilti í tvö ár eða til 5. maí 2023.

Starfsleyfi fyrir rekstri skotvalla er gefið út skv. lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Tillögu að starfsleyfi fyrir skotvelli ber að auglýsa í 4 vikur á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit.

Athugasemdir skulu berast á netfangið eftirlit@hev.is fyrir 15. apríl nk.

Hér má sjá tillögu að endurnýjuðu starfsleyfi með starfsleyfisskilyrðum, ásamt greinargerð Tillaga að starfsleyfi
Hér má sjá umsókn Skotfélags Akraness Umsókn Skotfélags Akraness

Tilkynning af vef Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.