Fara í efni

Starfsemi í gildandi takmörkunum samkomubanns:

Frá 25. mars 2021 taka gildi hertari reglur samkomutakmarkana með gildistíma til 15. apríl 2021.  Almennar fjöldatakmarkanir verða 10 manns í stað 50 áður, almenn nálægðarmörk verða 2 metrar og þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra milli einstaklinga er grímuskylda.  Andlitsgríma þarf að hylja bæði nef og munn. 

Sem fyrr eru börn fædd 2005 og síðar undanþegin grímuskyldu en falla undir fjölda- og nálægðartakmarkanir. 

Börn í leikskólum, fædd 2015 og síðar eru undanþegin 2 metra reglunni og fjöldatakmörkunum.

Á meðan ofangreindar reglur gilda verður starfsemi stofnana Hvalfjarðarsveitar með eftirfarandi hætti:   

Starfsemi í Heiðarskóla í gildandi takmörkunum á skólastarfi, gildir frá 1. apríl til og með 15. apríl 2021:

  • Nemendur eru undanþegnir nálægðartakmörkun og grímuskyldu.
  • Hámarksfjöldi starfsmanna er 20 manns í rými og þeir mega fara milli rýma.
  • Starfsfólk skal virða 2 metra fjarlægðarreglu sín á milli og gagnvart nemendum en nota grímu ella.
  • Viðburðir eru heimilir í skólastarfinu með þátttöku nemenda og starfsfólks en engum utanaðkomandi.
  • Hámarksfjöldi nemenda í rými er 50 og blöndun milli hópa innan sama skóla er heimil.
  • Utanaðkomandi heimsóknir ekki leyfðar nema í samráði við skólastjóra.
  • Ef foreldrar eru að sækja eða skutla börnum geta þeir hringt í síma 896 8158 á skólatíma (kl. 8:10 - 13:30) og síma 833 9862 á frístundatíma (kl. 13:30 - 16:30).

Starfsemi í Skýjaborg í gildandi takmörkunum á skólastarfi, gildir frá 1. apríl til og með 15. apríl 2021:

  • Utanaðkomandi heimsóknir ekki leyfðar nema í samráði við leikskólastjóra 
  • Tekið er á móti börnum og þau sótt við útidyr. Foreldrar mega ekki koma inn í leikskólann (Gott að banka á glugga á deildum ef starfsmaður er ekki við)  
  • 7:30-8:15: Öll börn mæta við aðalútidyr Regnboga 
  • 8:15-15:30: Dropabörn mæta og eru sótt við útidyr Dropa og regnbogabörn við útidyr regnboga   
  • 15:30-16:30: Deildar sameinaðar. Öll börn sótt við aðalútidyr Dropa  
  • Í lok dags eru börnin úti á skólalóð ef aðstæður leyfa 
  • Ekki þarf að taka öll útiföt heim á hverjum degi. Gott að fá fötin í góðum pokum sem auðvelt er að ganga um 
  • Foreldrar sem ekki geta haldið 2 metra fjarlægð við starfsfólk, þegar komið er með börn og þau sótt, þurfa að hafa andlitsgrímu  

 Heiðarborg, íþróttahús og sundlaug ásamt þreksal:

  • Lokað

Félagsmiðstöð 301:

  • Lokað

Heimilisþjónusta:

  • Óbreytt fyrirkomulag og þjónusta

Félagsstarf aldraðra:

  • Lokað

Stjórnsýsluhús:

  • Hefðbundin starfsemi
  • Óbreyttur opnunartími en biðlað til fólks að koma einungis ef brýn þörf er á
  • Þeir sem eiga erindi eru hvattir til að nýta síma og/eða tölvupóst eins og kostur er

Félagsheimili:

  • Óbreytt rekstrarfyrirkomulag

Stöndum saman og sinnum sóttvörnum, hugum hvert og eitt að eigin smitvörnum en mikilvægt er að þvo hendur reglulega, spritta, virða nálægðartakmarkanir og halda sig heima verði einkenna vart.

Leiki grunur á smiti skal strax hafa samband við heilsugæslu í gegnum síma, við netspjall á www.heilsuvera.is eða við Læknavakt í síma 1700.

Við erum öll almannavarnir og með samhentum aðgerðum erum við sterkari og öflugri.

Munið að fjöldatakmarkanir gilda bæði í opinberu rými og í einkarými (þó ekki um heimilisfólk á heimili sínu).