Fara í efni

Starfsemi í gildandi takmörkunum samkomubanns

Frá 10. maí 2021 taka gildi breyttar reglur samkomutakmarkana með gildistíma til 26.maí 2021.  Almennar fjöldatakmarkanir verða 50 manns í stað 20 áður, almenn nálægðarmörk verða 2 metrar og þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra milli einstaklinga er grímuskylda.  Andlitsgríma þarf að hylja bæði nef og munn.  Í skólum eru nálægðarmörk á öllum skólastigum áfram 1 metri.

Sem fyrr eru börn fædd 2005 og síðar undanþegin grímuskyldu en falla undir fjölda- og nálægðartakmarkanir. 

Börn í leikskólum, fædd 2015 og síðar eru undanþegin 2 metra reglunni og fjöldatakmörkunum.

Á meðan ofangreindar reglur gilda verður starfsemi stofnana Hvalfjarðarsveitar með eftirfarandi hætti:   

Heiðarskóli, grunnskóli:

  • Hámarksfjöldi starfsmanna er 50 í rými.
  • Starfsfólk skal virða 1 metra nálægðartakmörk sín á milli og gagnvart nemendum en nota grímu ella.
  • Hámarksfjöldi nemenda í rými er 100.
  • Foreldrar og aðstandendur mega koma inn í skólann, en skulu gæta að sóttvörnum og bera andlitsgrímur ef ekki er hægt að viðhafa 1 metra nálægðartakmörk.
  • Aðrir sem koma inn í skólann skulu gæta 1 metra nálægðartakmörkunar, bera andlitsgrímur og gæta sóttvarnarráðstafana.
  • Viðburðir fyrir utanaðkomandi heimilaðir með þeim takmörkunum sem almennt gilda.

 Skýjaborg, leikskóli:

  • 1 metra nálægðartakmörkun milli starfsfólks.
  • Foreldrar og aðstandendur mega koma inn í leikskólann en skulu gæta að sóttvörnum og bera andlitsgrímur ef ekki er hægt að viðhafa 1 metra nálægðartakmörk.
  • Aðrir sem koma inn í leikskólann, s.s. vegna vöruflutninga skulu gæta 1 metra nálægðartakmörkunar, bera andlitsgrímur og gæta sóttvarnarráðstafana.

 Heiðarborg, íþróttahús og sundlaug ásamt þreksal:

  • Heimilt er að hafa 75 % af leyfilegum hámarksfjölda í Heiðarborg
  • Opið fyrir íþróttastarf með takmörkunum
  • Sundlaug er opin fyrir almenning, með takmörkunum
  • Þrek og íþróttasalur opið með takmörkunum

 Félagsmiðstöð 301:

  • Hefðbundið félagsstarf, opið fyrir miðstig og unglingastig

 Heimilisþjónusta:

  • Óbreytt fyrirkomulag og þjónusta

 Félagsstarf aldraðra:

  • Sundleikfimi byrjar í haust
  • Opið hús í Miðgarði, verður auglýst síðar

 Stjórnsýsluhús:

  • Hefðbundin starfsemi
  • Óbreyttur opnunartími en biðlað til fólks að koma einungis ef brýn þörf er á
  • Þeir sem eiga erindi eru hvattir til að nýta síma og/eða tölvupóst eins og kostur er

 Félagsheimili:

  • Óbreytt rekstrarfyrirkomulag

 Stöndum saman og sinnum sóttvörnum, hugum hvert og eitt að eigin smitvörnum en mikilvægt er að þvo hendur reglulega, spritta, virða nálægðartakmarkanir og halda sig heima verði einkenna vart.

Leiki grunur á smiti skal strax hafa samband við heilsugæslu í gegnum síma, við netspjall á www.heilsuvera.is eða við Læknavakt í síma 1700.

Við erum öll almannavarnir og með samhentum aðgerðum erum við sterkari og öflugri.

Munið að fjöldatakmarkanir gilda bæði í opinberu rými og í einkarými (þó ekki um heimilisfólk á heimili sínu).