Fara í efni

Sorphirða 2023

Íslenska gámafélagið hefur gefið út Sorphirðudagatal 2023 fyrir Hvalfjarðarsveit.

Þeir sem vilja fá sorphirðudagatal fyrir sitt heimili útprentað geta hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins í síma 433-8500 eða á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is

Sorphirðudagatal 2023 má sjá hér á heimasíðunni.

Hvert heimili getur eins og áður fengið afhent klippikort fyrir 3m3 úrgangs til notkunar í gámastöðinni Gámu að Höfðaseli 16 á Akranesi. Klippikortin eru afhent á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar.

Eins og fram hefur komið, eru miklar breytingar framundan í úrgangsmálum vegna lagabreytinga sem tóku gildi um áramótin. Dreifibréf verður sent á öll heimili sveitarfélagsins þar sem helstu breytingarnar eru kynntar. Jafnframt er stefnt að kynningarfundi um þessi mál þann 25. janúar nk. kl. 17.30. Einnig mun fara fram ílátatalning í öllu sveitarfélaginu í vikunni í tengslum við afhendingu á nýrri tunnu til íbúa sem nýtt verður til sérsöfnunar á plasti.

Allar nánari upplýsingar veitir umhverfisfulltrúi: umhverfi@hvalfjardarsveit.is. Almennur viðverutími umhverfisfulltrúa á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar er þriðjudaga og miðvikudaga milli klukkan 10 og 15 en einnig er hægt að óska eftir viðtali utan þess tíma.