Fara í efni

Söng- og leiklistarnámskeið

Leik og Sprell söng- og leiklistarnámskeiðið kemur í Hvalfjarðarsveit 5.-9. ágúst (þriðjudag til laugardags) og verður það í boði fyrir börn í Hvalfjarðarsveit fædd 2012 til 2015.

Námskeiðið verður haldið í Miðgarði, lágmarksskráning er 10 og hámarksfjöldi er 25 börn. Kennari er Diljá Pétursdóttir.
Heildarverð námskeiðsins er 28.000 krónur, en Ungmenna- og íþróttafélag Hvalfjarðasveitar veitir 8.000 króna niðurgreiðslu á hvert barn. Því greiða iðkendur 20.000 krónur fyrir námskeiðið.

Leik og Sprell er söng- og leiklistarnámskeið sem ferðast vítt og breitt um landið og er opið fyrir börn og unglinga á grunnskólaaldri. Allir fá tækifæri til að syngja, leika og sprella. Kenndur er grunnur í söngtækni og túlkun og farið í leiki sem ýtir undir sköpun og tjáningu. Út frá lögunum sem börnin hafa valið sér, spuna og leik búum við til sýningu sem er opin fyrir aðstandendur.

Opnað hefur verið fyrir skráningar inn á abler https://www.abler.io/shop/uihvalfjardarsveitar/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6NDA4Mjk=

Nánari upplýsingar um námskeið og kennara má finna á heimasíðu leikogsprell.is og á samfélagsmiðlum undir leikogsprell.