Fara í efni

Söguskilti afhjúpað við Miðsand í Hvalfirði

Gísli Einarsson fréttamaður mun afhjúpa söguskilti við Hvalfjarðarveg í Hvalfirði neðan við braggahverfið á Miðsandi, sunnudaginn 20. nóvember nk. kl. 12:00.

Á skiltinu er farið yfir sögu svæðisins sem m.a. er þekkt fyrir álög sem hvíldu á jörðinni Litlasandi, herstöðina í Hvalfirði og hvalstöðina.

Þetta er fjórða skiltið sem er afhjúpað í verkefninu ,,Merking sögu og merkisstaða í Hvalfjarðarsveit“ en áformað er að merkja tíu staði víðsvegar í sveitarfélaginu.

Allir velkomnir.