Fara í efni

Söguskilti afhjúpað við Hléseyjarveg

Birkir Snær Guðlaugsson, formaður Menningar- og markaðsnefndar Hvalfjarðarsveitar og Jón Allansson, …
Birkir Snær Guðlaugsson, formaður Menningar- og markaðsnefndar Hvalfjarðarsveitar og Jón Allansson, deildarstjóri Byggðasafnis í Görðum.

Á Uppstigningardag, fimmtudaginn 9. maí  sl. var afhjúpað söguskilti við Hléseyjarveg. Á skiltinu er fjallað um kafbátagirðingu bandamanna sem lá á botni Hvalfjarðar í seinni heimsstyrjöldinni, Katanesdýrið og hvalbein í Akrafjalli. Birkir Snær Guðlaugsson, formaður Menningar- og markaðsnefndar Hvalfjarðarsveitar flutti ávarp og að því loknu afhjúpaði Jón Allansson, deildarstjóri við Byggðasafnið á Görðum, söguskiltið.  Þá var farið á Byggðasafnið í Görðum á Akranesi þar sem boðið var upp á veitingar.  Þar var hægt að skoða hvalbeinin sem eru í varðveislu á safninu.

Menningar - og markaðsnefnd færir öllum þeim sem komu að dagskránni með einum eða öðrum hætti innilegar þakkir fyrir þeirra aðstoð og framlag við að gera daginn eins glæsilegan og raun bar vitni.

Þetta er fimmti liður í verkefninu „Merking sögu og merkisstaða í Hvalfjarðarsveit“ en áformað er að merkja tíu staði víðsvegar í sveitarfélaginu. Verkefnið nýtur stuðnings frá Sóknaráætlun Vesturlands, Styrktarsjóði EBÍ, Faxaflóahöfnum og Mjólkursamsölunni og kann sveitarfélagið þeim bestu þakkir fyrir þeirra framlag. Kærar þakkir eru einnig færðar sveitungum sem lagt hafa verkefninu lið við miðlun fróðleiks, yfirlestur og ábendingar.

Fleiri myndir frá athöfninni má sjá hér: