Fara í efni

Söguskilti afhjúpað á Miðsandi

Gísli Einarsson og Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar.
Gísli Einarsson og Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar.

Sunnudaginn 20. nóvember sl. var afhjúpað söguskilti á Miðsandi. Á skiltinu er farið yfir sögu svæðisins sem m.a. er þekkt fyrir álög sem hvíldu á jörðinni Litlasandi, herstöðina í Hvalfirði og hvalstöðina.  Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar flutti ávarp og að því loknu afhjúpaði Gísli Einarsson, fréttamaður söguskiltið.  Þá var farið að Hernámssetrinu að Hlöðum þar sem Guðjón Sigmundsson, staðarhaldari tók á móti gestum og  boðið var upp á veitingar.  Á Hernámssetrinu afhjúpaði Gísli Einarsson  þrívíddarverk af braggahverfinu á Miðsandi og Heiðmar Eyjólfsson flutti nokkur lög.
Menningar - og markaðsnefnd færir öllum þeim sem komu að dagskránni með einum eða öðrum hætti innilegar þakkir fyrir þeirra aðstoð og framlag við að gera daginn eins glæsilegan og raun bar vitni.

Þetta er fjórði liður í verkefninu „Merking sögu og merkisstaða í Hvalfjarðarsveit“ en áformað er að merkja tíu staði víðsvegar í sveitarfélaginu. Verkefnið nýtur stuðnings frá Sóknaráætlun Vesturlands, Styrktarsjóði EBÍ, Faxaflóahöfnum og Mjólkursamsölunni og kann sveitarfélagið þeim bestu þakkir fyrir þeirra framlag. Kærar þakkir eru einnig færðar sveitungum sem lagt hafa verkefninu lið við miðlun fróðleiks, yfirlestur og ábendingar.

Fleiri myndir frá athöfninni má sjá hér